Ég er búin að skemmta mér við að skipuleggja matseðilinn, skoða blogg og uppskriftir á veraldarvefnum og prófa mig aðeins áfram í eldhúsinu.
Í gær var ég með smá afmælis-dinner fyrir elstu mína. Ég eldaði frábæran parmesan kjúlla a la Maríu Kristu - ég verð að viðurkenna það að ég fylgist grannt með því sem þessi snillingur birtir á vefnum. Enda virðist hún deila ástríðu minni þ.e. matur og bakstur.
Ég ákvað að búa til eitthvað gómsætt og skellti í Jarðaberjafreistingu
500 gr frosin jarðaber
Dass af Erythritol
1/2 peli þeyttur rjómi
6 dropar Vanillu Stevía
Stráið sætunni yfir jarðaberin og látið liggja í ca klukkustund
Skellið í matvinnsluvél og maukið þar til áferðin er orðin eins og Sorbe
Setjið eina msk af mauki í skálar (ég var með 7)
Geymið afganginn og bætið honum í rjómann, hrærið saman
Setjið 2 msk af rjóma/berjablöndunni í skálina og rífið 70% piparmyntu súkkulaði yfir. Skeytið með fersku jarðaberi og smá 70% piparmyntu súkkulaði.
Það varð afgangur af rjómablöndunni og skellti ég því í frystirinn og ætla að nota sem ís um helgina. :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli