mánudagur, 10. júní 2013

LKL

Ég er ein af þeim sem hugsa endalaust um mat og er alltaf að leita af leiðum til að láta mér líða betur, bæði á líkama og sál. 

Það eru nokkur ár síðan að ég hætti að reykja - eftir það lá leiðin í kílóafjöldanum upp upp upp á við! Ég hafði aldrei þurft að hugsa um mataræðið eða réttara sagt ég leyfði mér að hugsa ekki um mataræðið. Fannst fólk of upptekið af því að borða fitulítið og hvað það nú var sem það gerði til að grenna sig (smá hroki í gangi skal viðurkennast). Núna er öldin önnur (svona í alvöru ;) ) og ég hef barist við fitupúkann í þó nokkur ár. 

Þeir sem þekkja mig brosa líklega út í annað þegar ég segi ykkur frá því - að ég á það til að hella mér út í einhverskonar nýja lífstíla í takt við það sem ég er að gera hverju sinni - en þannig er það nú og sem betur fer finnst mér ekkert erfitt að vera Ragnar Reykás ;) ég ét ofan í mig yfirlýsingar sem ég virðist vera endalaust dugleg að koma með :) enda skoðana-sterk og frekar dugleg að sannfær fólk um réttmæti þess sem ég predika :D

Og í dag á LKL mataræðið hug minn :) hvers vegna .... ja sko fyrir rúmu ári nei kannski lengra síðan en það fór ég að skoða Paleo mataræðið, ég heillaðist og hellti mér í bækurnar, eldaði og brasaði og fannst þetta gott og flott mataræði. Allt í einu (get ómögulega munað hvað gerðist þarna í milli tíðinni) þá hætti ég að hugsa jafn mikið um þetta og lagði það til hliðar þó að ég hafi áfram verið með þessa hugsun og vangaveltur um mataræðið í lífi mínu.

Núna er ég enn og aftur búin að koma mér í þá stöðu að hafa borðað mig í kílóafjölda sem mér finnst sorglegur og ákvað að snúa vörn í sókn. Hvað á ég við með því? Jú ég er með vefjagigt sem hefur mikil áhrif á líf mitt, dregur stundum úr mér allan mátt og í mínu (best að taka það fram - þ.e. hefur áhrif á MIG!) tilviki þá hefur mataræði mikið að segja hvernig mér líður bæði andlega og líkamlega. 

Eftir að hafa legið veik í 3 daga í síðustu viku ákvað ég að ég þyrfti í alvörunni að hlúa betur að mér líkamlega, hætta að borða þetta rusl sem lætur mig líða illa í öllum liðum, myndar bólgur og þenur út á mér magann OG hætta að keyra mig í klessu á allt of miklum og stífum æfingum, ég bara ræð ekki við það og enda í rúminu algjörlega búin á líkama og sál.

Á laugardeginum fór ég í jóga (eitt af því sem mér hefur fundist DREP leiðinlegt!) og naut þess í botna að hlúa vel að líkamanum mínum. Í framhaldi af þessum tíma settist ég niður og skráði hjá mér (á að halda matardagbók sem ég skila til þjálfarans) hvað ég væri að borða og í framhaldi af því fór ég að hugsa um hvað mig langar að borða til að líða vel.

Ég hafði heyrt um LKL og fór því að vafra um vefinn - fann mörg flott blogg og ákvað að ég ætla að sigla í þessa átt. Þetta líkist Paleo mataræðinu þó nokkuð, það er til íslenskt efni um þetta og það eru aðgengilegar blogg síður á íslensku. S.s. ævintýraförin hófst að hluta til í gær en byrjaði af krafti í dag :)

Ég hlakka til að velta þessu fyrir mér og það verður gaman að halda aðeins utan um þessar hugleiðingar og fylgjast með hvort þetta sé enn einu sinni ..... eitt í dag og annað á morgun :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli