Að takast á við mataræðið og breyta um lífsstíl getur verið erfitt - ég hef svo oft gert þetta áður. Um daginn sat fjölskyldan við matarborðið og ég var búin að elda ljúfengan LKL/LCHF rétt, allt í einu spyr eiginmaðurinn: Hvaða kúr varstu aftur á síðast? Weight Whatcers svara ég. En þar á undan? Engum (farið að fjúka í mig yfir réttmæti þessara spurninga þar sem fjölskyldan dregst alltaf inn í þetta með mér)! Jú, var það ekki Zone? Nei, nei það er langt síðan svaraði ég. Já var það ekki Paleo! Nei eða jú kannski, æi ég man það ekki var loka svarið frá mér!
Já ég eins og svo margir aðrir sem barist hafa við fitupúkann er ég búin að reyna ansi margt, lesa mikið og prófa fleira. Alltaf með þeirri von um að NÚNA takist mér þetta.
Hvað þarf til að ég geri þetta að raunverulegum lífsstíl? Hvernig get ég tekist á við nýjar venjur og mat? Vonandi mun ég komast að því á næstum vikum og mánuðum. Alla vega er ég sátt við það sem ég er að gera í dag. LKL/LCHF mataræðið virðist eiga vel við mig, heldur blóðsykrinum jöfnum og svei mér þá að ég er búin að losa mig við 2 kg á 5 dögum! Það er sko bónus í lagi og auðvitað það sem ég stefni að - þ.e. að komast niður í vigt.
Í gær var pizza í matinn í leikskólanum - sko ekki hvaða Pizza sem er :) heldur leikskólapizzan frá Arnarbergi og hún er rúmlega góð! Ég ákvað að velta því fyrir mér hvort það væri þess virði að fá mér pizzu og láta mér líða illa bæði á líkama og sál eða hvort ég ætti ekki að skreppa í Fjarðarkaup og kaupa mér Gourme kjöt og búa til gott salat. Síðari kosturinn varð fyrir valinu og það var sáttur leikskólastjóri sem sleikti út um í lokin.
Í morgun var skellt í sesamrúnstykki úr LKL bókinni og bláberjamúffur með smá tvisti frá Kristu. Ég fékk mér nýlagað espresso og sesamrúnstykki með smjörva og grófri danskri kæfu frá Kjötkompaníinu. Dílísjus eins og Dóra segir :) stuttu seinna var það múffa með enn einum bollanum. Snilldar byrjun á góðum degi - ætlaði að skella mér í jóga en karlinn var svo lengi á CrossFit æfingu að ég missti af tímanum mínum (erum með Kaníkuna þessa viku) en ég REYNI að festast ekki í gremju :) ætla bara að halda áfram að sörfa á netinu og skoða uppskriftir. Lífið er ljúft ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli