Að takast á við mataræðið og breyta um lífsstíl getur verið erfitt - ég hef svo oft gert þetta áður. Um daginn sat fjölskyldan við matarborðið og ég var búin að elda ljúfengan LKL/LCHF rétt, allt í einu spyr eiginmaðurinn: Hvaða kúr varstu aftur á síðast? Weight Whatcers svara ég. En þar á undan? Engum (farið að fjúka í mig yfir réttmæti þessara spurninga þar sem fjölskyldan dregst alltaf inn í þetta með mér)! Jú, var það ekki Zone? Nei, nei það er langt síðan svaraði ég. Já var það ekki Paleo! Nei eða jú kannski, æi ég man það ekki var loka svarið frá mér!
Já ég eins og svo margir aðrir sem barist hafa við fitupúkann er ég búin að reyna ansi margt, lesa mikið og prófa fleira. Alltaf með þeirri von um að NÚNA takist mér þetta.
Hvað þarf til að ég geri þetta að raunverulegum lífsstíl? Hvernig get ég tekist á við nýjar venjur og mat? Vonandi mun ég komast að því á næstum vikum og mánuðum. Alla vega er ég sátt við það sem ég er að gera í dag. LKL/LCHF mataræðið virðist eiga vel við mig, heldur blóðsykrinum jöfnum og svei mér þá að ég er búin að losa mig við 2 kg á 5 dögum! Það er sko bónus í lagi og auðvitað það sem ég stefni að - þ.e. að komast niður í vigt.
Í gær var pizza í matinn í leikskólanum - sko ekki hvaða Pizza sem er :) heldur leikskólapizzan frá Arnarbergi og hún er rúmlega góð! Ég ákvað að velta því fyrir mér hvort það væri þess virði að fá mér pizzu og láta mér líða illa bæði á líkama og sál eða hvort ég ætti ekki að skreppa í Fjarðarkaup og kaupa mér Gourme kjöt og búa til gott salat. Síðari kosturinn varð fyrir valinu og það var sáttur leikskólastjóri sem sleikti út um í lokin.
Í morgun var skellt í sesamrúnstykki úr LKL bókinni og bláberjamúffur með smá tvisti frá Kristu. Ég fékk mér nýlagað espresso og sesamrúnstykki með smjörva og grófri danskri kæfu frá Kjötkompaníinu. Dílísjus eins og Dóra segir :) stuttu seinna var það múffa með enn einum bollanum. Snilldar byrjun á góðum degi - ætlaði að skella mér í jóga en karlinn var svo lengi á CrossFit æfingu að ég missti af tímanum mínum (erum með Kaníkuna þessa viku) en ég REYNI að festast ekki í gremju :) ætla bara að halda áfram að sörfa á netinu og skoða uppskriftir. Lífið er ljúft ;)
laugardagur, 15. júní 2013
fimmtudagur, 13. júní 2013
Vellíðan
Ég verð nú að segja eins og er að LKL eða LCHF lífstíllinn virðist leggjast vel í frúna :) að vísu eru bara nokkrir dagar búnir en mér hefur liðið mjög vel bæði andlega og líkamlega.
Ég er búin að skemmta mér við að skipuleggja matseðilinn, skoða blogg og uppskriftir á veraldarvefnum og prófa mig aðeins áfram í eldhúsinu.
Í gær var ég með smá afmælis-dinner fyrir elstu mína. Ég eldaði frábæran parmesan kjúlla a la Maríu Kristu - ég verð að viðurkenna það að ég fylgist grannt með því sem þessi snillingur birtir á vefnum. Enda virðist hún deila ástríðu minni þ.e. matur og bakstur.
Ég ákvað að búa til eitthvað gómsætt og skellti í Jarðaberjafreistingu
Ég er búin að skemmta mér við að skipuleggja matseðilinn, skoða blogg og uppskriftir á veraldarvefnum og prófa mig aðeins áfram í eldhúsinu.
Í gær var ég með smá afmælis-dinner fyrir elstu mína. Ég eldaði frábæran parmesan kjúlla a la Maríu Kristu - ég verð að viðurkenna það að ég fylgist grannt með því sem þessi snillingur birtir á vefnum. Enda virðist hún deila ástríðu minni þ.e. matur og bakstur.
Ég ákvað að búa til eitthvað gómsætt og skellti í Jarðaberjafreistingu
500 gr frosin jarðaber
Dass af Erythritol
1/2 peli þeyttur rjómi
6 dropar Vanillu Stevía
Stráið sætunni yfir jarðaberin og látið liggja í ca klukkustund
Skellið í matvinnsluvél og maukið þar til áferðin er orðin eins og Sorbe
Setjið eina msk af mauki í skálar (ég var með 7)
Geymið afganginn og bætið honum í rjómann, hrærið saman
Setjið 2 msk af rjóma/berjablöndunni í skálina og rífið 70% piparmyntu súkkulaði yfir. Skeytið með fersku jarðaberi og smá 70% piparmyntu súkkulaði.
Það varð afgangur af rjómablöndunni og skellti ég því í frystirinn og ætla að nota sem ís um helgina. :)
mánudagur, 10. júní 2013
LKL
Ég er ein af þeim sem hugsa endalaust um mat og er alltaf að leita af leiðum til að láta mér líða betur, bæði á líkama og sál.
Það eru nokkur ár síðan að ég hætti að reykja - eftir það lá leiðin í kílóafjöldanum upp upp upp á við! Ég hafði aldrei þurft að hugsa um mataræðið eða réttara sagt ég leyfði mér að hugsa ekki um mataræðið. Fannst fólk of upptekið af því að borða fitulítið og hvað það nú var sem það gerði til að grenna sig (smá hroki í gangi skal viðurkennast). Núna er öldin önnur (svona í alvöru ;) ) og ég hef barist við fitupúkann í þó nokkur ár.
Þeir sem þekkja mig brosa líklega út í annað þegar ég segi ykkur frá því - að ég á það til að hella mér út í einhverskonar nýja lífstíla í takt við það sem ég er að gera hverju sinni - en þannig er það nú og sem betur fer finnst mér ekkert erfitt að vera Ragnar Reykás ;) ég ét ofan í mig yfirlýsingar sem ég virðist vera endalaust dugleg að koma með :) enda skoðana-sterk og frekar dugleg að sannfær fólk um réttmæti þess sem ég predika :D
Og í dag á LKL mataræðið hug minn :) hvers vegna .... ja sko fyrir rúmu ári nei kannski lengra síðan en það fór ég að skoða Paleo mataræðið, ég heillaðist og hellti mér í bækurnar, eldaði og brasaði og fannst þetta gott og flott mataræði. Allt í einu (get ómögulega munað hvað gerðist þarna í milli tíðinni) þá hætti ég að hugsa jafn mikið um þetta og lagði það til hliðar þó að ég hafi áfram verið með þessa hugsun og vangaveltur um mataræðið í lífi mínu.
Núna er ég enn og aftur búin að koma mér í þá stöðu að hafa borðað mig í kílóafjölda sem mér finnst sorglegur og ákvað að snúa vörn í sókn. Hvað á ég við með því? Jú ég er með vefjagigt sem hefur mikil áhrif á líf mitt, dregur stundum úr mér allan mátt og í mínu (best að taka það fram - þ.e. hefur áhrif á MIG!) tilviki þá hefur mataræði mikið að segja hvernig mér líður bæði andlega og líkamlega.
Eftir að hafa legið veik í 3 daga í síðustu viku ákvað ég að ég þyrfti í alvörunni að hlúa betur að mér líkamlega, hætta að borða þetta rusl sem lætur mig líða illa í öllum liðum, myndar bólgur og þenur út á mér magann OG hætta að keyra mig í klessu á allt of miklum og stífum æfingum, ég bara ræð ekki við það og enda í rúminu algjörlega búin á líkama og sál.
Á laugardeginum fór ég í jóga (eitt af því sem mér hefur fundist DREP leiðinlegt!) og naut þess í botna að hlúa vel að líkamanum mínum. Í framhaldi af þessum tíma settist ég niður og skráði hjá mér (á að halda matardagbók sem ég skila til þjálfarans) hvað ég væri að borða og í framhaldi af því fór ég að hugsa um hvað mig langar að borða til að líða vel.
Ég hafði heyrt um LKL og fór því að vafra um vefinn - fann mörg flott blogg og ákvað að ég ætla að sigla í þessa átt. Þetta líkist Paleo mataræðinu þó nokkuð, það er til íslenskt efni um þetta og það eru aðgengilegar blogg síður á íslensku. S.s. ævintýraförin hófst að hluta til í gær en byrjaði af krafti í dag :)
Ég hlakka til að velta þessu fyrir mér og það verður gaman að halda aðeins utan um þessar hugleiðingar og fylgjast með hvort þetta sé enn einu sinni ..... eitt í dag og annað á morgun :)
Það eru nokkur ár síðan að ég hætti að reykja - eftir það lá leiðin í kílóafjöldanum upp upp upp á við! Ég hafði aldrei þurft að hugsa um mataræðið eða réttara sagt ég leyfði mér að hugsa ekki um mataræðið. Fannst fólk of upptekið af því að borða fitulítið og hvað það nú var sem það gerði til að grenna sig (smá hroki í gangi skal viðurkennast). Núna er öldin önnur (svona í alvöru ;) ) og ég hef barist við fitupúkann í þó nokkur ár.
Þeir sem þekkja mig brosa líklega út í annað þegar ég segi ykkur frá því - að ég á það til að hella mér út í einhverskonar nýja lífstíla í takt við það sem ég er að gera hverju sinni - en þannig er það nú og sem betur fer finnst mér ekkert erfitt að vera Ragnar Reykás ;) ég ét ofan í mig yfirlýsingar sem ég virðist vera endalaust dugleg að koma með :) enda skoðana-sterk og frekar dugleg að sannfær fólk um réttmæti þess sem ég predika :D
Og í dag á LKL mataræðið hug minn :) hvers vegna .... ja sko fyrir rúmu ári nei kannski lengra síðan en það fór ég að skoða Paleo mataræðið, ég heillaðist og hellti mér í bækurnar, eldaði og brasaði og fannst þetta gott og flott mataræði. Allt í einu (get ómögulega munað hvað gerðist þarna í milli tíðinni) þá hætti ég að hugsa jafn mikið um þetta og lagði það til hliðar þó að ég hafi áfram verið með þessa hugsun og vangaveltur um mataræðið í lífi mínu.
Núna er ég enn og aftur búin að koma mér í þá stöðu að hafa borðað mig í kílóafjölda sem mér finnst sorglegur og ákvað að snúa vörn í sókn. Hvað á ég við með því? Jú ég er með vefjagigt sem hefur mikil áhrif á líf mitt, dregur stundum úr mér allan mátt og í mínu (best að taka það fram - þ.e. hefur áhrif á MIG!) tilviki þá hefur mataræði mikið að segja hvernig mér líður bæði andlega og líkamlega.
Eftir að hafa legið veik í 3 daga í síðustu viku ákvað ég að ég þyrfti í alvörunni að hlúa betur að mér líkamlega, hætta að borða þetta rusl sem lætur mig líða illa í öllum liðum, myndar bólgur og þenur út á mér magann OG hætta að keyra mig í klessu á allt of miklum og stífum æfingum, ég bara ræð ekki við það og enda í rúminu algjörlega búin á líkama og sál.
Á laugardeginum fór ég í jóga (eitt af því sem mér hefur fundist DREP leiðinlegt!) og naut þess í botna að hlúa vel að líkamanum mínum. Í framhaldi af þessum tíma settist ég niður og skráði hjá mér (á að halda matardagbók sem ég skila til þjálfarans) hvað ég væri að borða og í framhaldi af því fór ég að hugsa um hvað mig langar að borða til að líða vel.
Ég hafði heyrt um LKL og fór því að vafra um vefinn - fann mörg flott blogg og ákvað að ég ætla að sigla í þessa átt. Þetta líkist Paleo mataræðinu þó nokkuð, það er til íslenskt efni um þetta og það eru aðgengilegar blogg síður á íslensku. S.s. ævintýraförin hófst að hluta til í gær en byrjaði af krafti í dag :)
Ég hlakka til að velta þessu fyrir mér og það verður gaman að halda aðeins utan um þessar hugleiðingar og fylgjast með hvort þetta sé enn einu sinni ..... eitt í dag og annað á morgun :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)